skattaréttur.is
Skattaráðgjöf á traustum grunni
skattarettur@skattarettur.is
Skattframtal
Við útbúum skattframtöl fyrir einstaklinga og aðila í einstaklingsrekstri.
Fyrirspurnir
Ráðgjöf vegna fyrirspurna frá Skattinum og aðstoð við að svara slíkum fyrirspurnum.
Yfirskattanefnd
Við aðstoðum við að kæra úrskurði Skattsins og skattrannsóknarstjóra til yfirskattanefndar.
Fyrirtækjaráðgjöf
Við veitum fyrirtækjum og rekstraraðilum skatta- og fyrirtækjaráðgjöf.
Allt sem tengist Skattinum á einum stað
Þegar skattframtali er skilað er mikilvægt að vandað sé til verka. Við tökum að okkur skattframtalsaðstoð fyrir einstaklinga og hjón, en lögmenn skattaréttar.is hafa aukinn frest sem fagaðilar til framtalsskila.
Skattframtal - Framtalsþjónusta
Leigutekjur af heimagistingu / Airbnb
Teljist útleiga íbúðarhúsnæðis til atvinnurekstrar er mikilvægt að velja rétt rekstrarform. Einnig geta vaknað spurningar um hvað teljist til frádráttarbærs rekstrarkostnaðar. Við aðstoðum við val á rekstrarformi og hvað telja má til rekstrarkostnaðar á móti tekjum.
Fyrsta svarbréf markar grundvöll mála hjá Skattinum og opinberum yfirvöldum. Við veitum faglega ráðgjöf við að svara fyrirspurnum svo hagsmunir viðskiptavina séu sem best tryggðir.
Fyrirspurnarbréf frá Skattinum og ríkisstofnunum
Kærur til yfirskattanefndar
Við aðstoðum einstaklinga og félög við að kæra niðurstöður hins opinbera til yfirskattanefndar í því skyni að fá niðurstöðum hnekkt. Hér er t.a.m. átt við ákvarðanir Skattsins og skattrannsóknarstjóra.
Skattaráðgjöf til rekstraraðila
Við veitum almenna skatta- og lögfræðiráðgjöf til fyrirtækja og þeirra sem stunda atvinnurekstur. Þá veitum við aðstoð við val á félagaformi við stofnun rekstrar, ásamt því að aðstoða við skatta- og lögfræðileg álitaefni við kaup og sölu á fyrirtækjum.
Endurupptaka skattamála
Hafi ákvörðun Skattsins verið tekin á röngum grundvelli eða byggð á röngum eða ófullnægjandi upplýsingum er hugsanlegt að hægt sé að endurupptaka ákvörðunina og fá henni breytt. Við veitum ráðgjöf og aðstoð í slíkum tilfellum.
Við klárum málið
Af hverju skattaréttur.is?
Við leitumst við að svara öllum fyrirspurnum innan sólarhrings. Við leggjum áherslu á hraða en jafnframt vandaða vinnu.